7.8.2022 | 14:31
Þá væri verðbólgan mun minni
Kristrún Flosadóttir segir verðbólguna mun minni ef ríkisstjórnin geri öðruvísi. Eitt skil ég ekki og það er af hverju blaða/frétta menn spyrja aldrei nokkurn tíma: "Hvernig viltu gera hlutina," og krefjast svars. Mér finnst alltof mikið um að stjórnmálamenn tali án ábyrgðar. Býð spenntur eftir upplýsingum Kristrúnar og samanburð hennar á sinni útfærslu og þvi sem stjórnvöld eru að gera. Góðar stundir
![]() |
Þá væri verðbólgan mun meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Engilbert Gíslason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og fram kom í viðtalinu vill hún hækka húsaleigubætur, vaxtabætur og barnabætur.
Semsagt ekki lækka útgjöld heimilanna, heldur láta (sum) heimili niðurgreiða útgjöld (annara) heimila.
Niðurgreiðsla útgjalda heimila gerir þeim sem leggja þau útgjöld á heimilin kleift að hafa þau hærri en ella.
Að gera hærra verðlag en ella mögulegt, er samkvæmt skilgreiningu verðbólguhvetjandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2022 kl. 15:44
Sæll Guðmundur, þetta meikar sens sem þú segir, en hvernig og hvaða útgjöld er þá hægt að lækka á móti fyrir utan að hætta að reykja og vera fullur á hverri helgi..?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 16:03
Sem dæmi er stærsti útgjaldaliður heimilanna húsnæðiskostnaður, í formi leigu eða vaxta og verðbóta. Með lækkun þess kostnaðar myndu útgjöld heimilanna lækka og ráðstöfunarfé aukast sem því nemur. Það væri stærsta kjarabótin sem völ er á fyrir heimilin og myndi draga verulega úr þörf verkalýðsfélaga til að kefjast launahækkana í samningaviðræðum í vetur.
Heimilin geta ekki "sparað" húsnæðiskostnað með því að hætta að nota húsnæði, því það er lífsnauðsyn, ólíkt t.d. tóbaki, áfengi, eða lúxusvarningi. Eina leiðin fyrir heimilin til að spara húsnæðisútgjöld er ef þau lækka og þess vegna þarf að lækka þau. Það myndi strax lækka verðbólgu, en ekki hækka hana eins og niðugreiðsla þess kostnaðar gerir.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2022 kl. 16:17
Kristrún Frostadóttir vill að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og taki upp evru sem gjaldmiðil sinn.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru og hafa verið mun hærri en Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
Stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru nú 0% en Seðlabanka Íslands 4,75%.
9.3.2022:






Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn
4.10.2018:
"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."
Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu
Vextir eru og hafa verið miklu lægri á evrusvæðinu en hér á Íslandi og það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna.
28.8.2020:
"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera.
Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."
"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi."
Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund
28.8.2020:
"Greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við.
Á þetta bendir Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri í samtali í Morgunblaðinu í dag.
Sífellt fleiri taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, bæði þeir sem standa í húsnæðiskaupum og þeir sem endurfjármagna eldri skuldir.
Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyrir því að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Þannig hafi til dæmis komið fram að "hlutlausir" stýrivextir [Seðlabanka Íslands] væru um 4,5%, eða 3,5% hærri en núverandi meginvextir bankans.
Í útreikningum, sem Morgunblaðið hefur látið taka saman og birtir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðalhúsnæðisláni hæglega hækkað um 50% ef vaxtastig myndi hækka með fyrrgreindum hætti."
Afborganir gætu hækkað um 50%
Þorsteinn Briem, 7.8.2022 kl. 17:03
19.8.2018:



"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 7.8.2022 kl. 17:08
Verðbólga er allsstaðar á evrusvæðinu hærri en á Íslandi, sumsstaðar mun hærri. Evrópski seðlabankinn getur ekki brugðist við með vaxtahækkunum vegna þess að þá færi Ítalía á hausinn.
Vextir á húsnæðislánum í þeim evrulöndum sem er hvað líkust Íslandi (t.d. Eystrasaltslöndunum) eru mun hærri en á Íslandi, jafnvel komnir í tveggja stafa prósentur!
Ísland myndi ekki breytast sjálfkrafa í Þýskaland með aðild að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu. Það er því ekki nothæf "lausn" á neinu viðfangsefni.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2022 kl. 17:54
Ég hef lært að lesa málflutning þinn Guðmundur í efnahagsumræðunni og finnst hann réttlátur,enda fylggja góðar skýringar með.
Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2022 kl. 07:42
Takk fyrir það Helga.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2022 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.